Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8205 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?

Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?

Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna?

Helstu efnin í sólinni eru vetni og helín, léttasta og næstléttasta frumefnið sem til eru. Sólin er mjög heit og efnið í henni er þess vegna í rafgasham sem kallað er, en það þýðir að frumeindirnar eða atómin hafa klofnað í kjarna og rafeindir. Það er kallað eiginlegur bruni þegar súrefni (O) gengur í efnasamba...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð klukkan til?

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?

Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið. Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?

Orðatiltækið sjaldan hef ég flotinu neitað er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa. Ef maður situr á krossgötum á jólanótt þyrpast álfar að honum, bera að honum gull og gersemar en hann má ekkert þiggja eða segja. Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er sótt í gamla þjóðtrú ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?

Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?

Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?

Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?

Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Heklu?

Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis. Heklugos 1970. Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun re...

category-iconMálvísindi: almennt

Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...

category-iconEfnafræði

Af hverju límist límtúpan ekki saman?

Það má skipta límgerðum gróflega í tvo flokka eftir virkni þeirra. Annar flokkurinn byggir á herslu (stífnun) af völdum efnahvarfa og hinn flokkurinn byggir á herslu af völdum uppgöfunar vökva (leysi). Lím í fyrri flokknum eru almennt sterkari en lím úr seinni flokknum en jafnframt eru þau oft vandmeðfarnari og ge...

category-iconJarðvísindi

Hversu mörg snjóflóð falla árlega í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast? Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn ...

Fleiri niðurstöður