Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver eru fimm algengustu fornöfnin í íslensku?

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum Orðabókar Háskólans og birtist í Íslenskri orðtíðnibók 1991 (bls. 606) eru fimm algengustu fornöfnin það, hann, ég, hún, þessi. Orðmyndin það veldur erfiðleikum í greiningu þar sem hún getur bæði verið persónufornafn og ábendingarfornafn í 3. persónu eintölu. Sá munur er ...

category-iconHugvísindi

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu. Í Landnámu er minnst á tvær konur sem h...

category-iconEfnafræði

Af hverju er bjór stundum rauður á litinn?

Litur á bjór ræðst að öllu jöfnu af því maltkorni sem notað er. Litur maltsins ræðst svo af því við hvaða aðstæður það er þurrkað eftir spírun, allt frá mjög mildri þurrkun (ljóst pilsnermalt) upp í það snarpa þurrkun að kornið brennur (svart malt). Hér er um að ræða samspil hita og rakastigs í stýrðu ferli við fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?

Upprunalega spurningin var: Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur? Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt na...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Að fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fó...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?

Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?

Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?

Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fasismi?

Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...

category-iconHugvísindi

Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?

Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?

Tasmaníudjöfull (Sarcophilus harrisi, e. Tasmanian devil) er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann sker sig nokkuð frá öðrum núlifandi pokadýrum þar sem hann minnir um margt á lítið bjarndýr. Tasmaníudjöfullinn er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígu...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

Fleiri niðurstöður