Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1133 svör fundust
Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er átt við þegar talað er um bólgur í líkamanum? Eins og er svo mikið talað um varðandi allskonar mat sem á að vera bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Og er það virkilega rétt að tómatar eða ómega6 fita sé bólgumyndandi ? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að sk...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?
Eiríkur Jónsson er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars verið formaður fjölmiðlanefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála og úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands og er um þessar mun...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Konungur Spánar heitir Felipe en kallaður Filippus á Íslandi, fyrrum drottningarmaður Elísabetar hét Philip en á Íslandi Filippus líka. Velti fyrir af hverju ekki Filip? Nafnið Filippus kemur fyrir í Sturlungu á 13. öld og fornbr...
Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?
Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...
Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?
Saga Auschwitz (Oświęcim á pólsku) er viðamikil en hér eru rakin helstu atriðin sem skýra jafnframt þróun búðanna. Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru stofnaðar vorið 1940 og komu fyrstu fangarnir þangað í júní það ár. Búðirnar voru byggðar í gömlum pólskum herbúðum í bænum sem tilheyrði þá þýska rík...
Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?
Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...
Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...
Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær e...
Er rauðvín grennandi?
Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinn...
Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...