Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3448 svör fundust
Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...
Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?
Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að taka fram að flugvél mun aldrei ná að fljúga yfir Ísland á ljóshraða eins og útskýrt er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það? Ljósið ferðas...
Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...
Hvað er Austmaður?
Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var: Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan men...
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?
Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni. Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrh...
Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?
Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...
Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?
Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá uppha...
Hvers vegna eru manneskjur misfeitar?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að holdarfar fólks ræðst bæði af erfðum og lifnaðarháttum, svo sem hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Í svari við spurningunni Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? er fjallað stuttlega um hvers vegna við fitnum og bent á ön...
Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?
Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...
Hvaðan kemur orðið frímerki?
Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...
Hver er munurinn á örlögum og forlögum?
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsj...
Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?
Tintron er gervigígur eða hraunketill sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni. Hann er mjög djúpur með strýtulaga uppvarpi yfir opinu. Helgi Guðmundsson (2002:150-152) telur nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon 'dýflisa, svarthol'. Merkingin getur staðist en að franskt orð li...