Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 584 svör fundust
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...
Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er til efni um það hvort örbylgjur geri veirur óvirkar, t.d ef veirur berast í fatnað svo sem hanska er þá eitthvað gagn í því að setja slíkan mengaðan fatnað í örbylgjuofn? Örbylgjur eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, innrautt ljós og útfjólublátt...
Er hægt að kveikja í kerti án kveiks?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég var að velta því fyrir mér hvort að hægt væri að kveikja í vaxi svo það logi, eitt og sér. Stutta svarið við spurningunni er eftirfarandi: Það þarf ekki kertaþráð til að kveikja í kertavaxi en kveikurinn sér til þess að þetta takist við venjulegar heimilisaðstæður. Ef æ...
Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?
Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...
Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...
Hvað gerðist í Perluhöfn (Pearl Harbor) í seinni heimsstyrjöldinni?
Þegar minnst er á þátt Perluhafnar í seinni heimsstyrjöldinni, er átt við árás Japana að morgni 7. desember 1941 á flotahöfn og herflugvelli Bandaríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, sem gerð var fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Perluhöfn (Pearl Harbor) árið 1940. Á 4. áratug síðus...
Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?
Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...
Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...
Hvers vegna varpar eldur engum skugga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...
Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...
Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?
Í svari við spurningunni Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? er fjallað almennt um hvítblæði, mismunandi tegundir þess og einkenni. Það getur verið ágætt að kynna sér það svar áður en lengra er haldið. Til að greina hvítblæði er nákvæm sjúkrasaga og skoðun mikilvæg. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplý...
Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?
Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?
Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...