Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8494 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig myndast nifteindastjörnur?

Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Jesú gamall þegar hann var krossfestur?

Sagan segir að hann hafi verið 30 ára þegar hann hóf starf sitt meðal Gyðinga og að hann hafi starfað í þrjú ár. Hann hefur því verið 33 ára við krossfestinguna....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna eru menn með úfið hár svona góðir stjórnendur sinfóníuhljómsveita?

Ritstjórn Vísindavefsins hefur klórað sér í kollinum yfir þessari hárbeittu spurningu undanfarið. Reyndar er ritstjórnin alvön að fást við verulega loðnar spurningar þar sem margt ber á góma og yfirleitt hvorki klippt né skorið. Til dæmis hafa verið skrifuð nokkur svör um það hvernig heimspekingurinn Sókrates skeg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út u...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?

Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...

category-iconLögfræði

Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?

Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...

category-iconVísindi almennt

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...

category-iconLögfræði

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?

Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconLæknisfræði

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2019 og fyrir hvað?

Allar lífverur þurfa súrefni til þess að vinna orku úr fæðuefnum. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?

Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?

Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...

Fleiri niðurstöður