Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?

Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?

Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfs...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?

Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?

Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum. Með nýrri raðgreiningartækni er hægt að lesa mun meira af DNA-...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör septembermánaðar 2018?

Í septembermánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar um börn og grænmetisfæði, tvö svör úr sérstökum flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fu...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?

Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?

Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafré...

category-iconJarðvísindi

Hvernig byrjaði gosið í Geldingadölum og hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?

Gosið sem hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga er gott dæmi um það að vísindamenn geta stundum sagt fyrir um eldgos að sumu leyti en ekki öllu. Fimmtán mánuðum fyrir upphaf gossins byrjaði mikil skjálftavirkni á vestanverðum Reykjanesskaga og einnig sáust merki um kvikuinnskot, meðal annars með...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...

category-iconUmhverfismál

Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?

Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?

Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...

category-iconNæringarfræði

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...

Fleiri niðurstöður