Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 645 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?

Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?

Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?

Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vetrarbrautin okkar stór?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar er sólkerfið okkar í stjörnuþokunni? (Guðmundur Harðarson, f. 1989)Get ég séð einhverja vetrarbraut á jörðu? Af hverju? (Ásta Magnúsdóttir, f. 1984) Sólin okkar myndar ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stóra þyrpingu sem við nefnum Vetrarbraut. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi?

Áður en skýrt verður út hvernig ónæmiskerfið vinnur er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið ónæmi. Ónæmi er einnig kallað sérhæft viðnám gegn sjúkdómi og felst í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sameind, svokallað mótefni, gegn tilteknum vaka og engum öðrum. Vaki er hvert það efni — á yfirborði örvera, í/á m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður fólk stressað?

Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...

category-iconMannfræði

Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?

Spyrjandi bætir við: Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir? Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 ...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?

Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...

category-iconHeimspeki

Hver var Hegel og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) má heita einn áhrifamesti og umdeildasti hugsuður allra tíma. Heimspeki hans var ætlað að gera kerfisbundna grein fyrir bókstaflega öllu í veruleikanum og framvindu hans. Hugsun Hegels stendur í rökréttu framhaldi af hinum gagnmerku kenningum Immanuels Kant og er ætlað að ...

category-iconHeimspeki

Hver var Spinoza og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Baruch Spinoza (1632 – 1677) fæddist árið 1632 í Amsterdam. Hann ólst upp í samfélagi portúgalskra gyðinga sem höfðu flúið trúarlegar ofsóknir rannsóknarréttarins í heimalandi sínu og sest að í Hollandi. Hann missti móður sína sem barn en faðir hans var þekktur verslunarmaður og fjölskylda hans naut mikils álits, ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...

Fleiri niðurstöður