Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8051 svör fundust
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...
Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?
Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...
Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?
Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Hvers vegna er ekki farið að smíða móðurborð í tölvur úr ljósleiðurum?
Grundvallareining örrása, eins og til dæmis þeirra sem notaðar eru í tölvum, er smárinn eða transistorinn. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Lengi hefur fólk velt fyrir sér hvort ekki megi hanna sambærilegar rásir þar...
Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?
Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...
Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?
Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...
Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?
Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax ...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?
Blóðmyndandi stofnfrumur eru forverar allra blóðfrumna, það er rauðkorna, hvítkorna og blóðflaga. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg fullorðinna en finnast einnig í mjög litlu magni í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið notaðar til lækninga í rúmlega þrjá áratugi til að endurmynda blóðfrumukerfi einstaklinga m...