Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8489 svör fundust
Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?
Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...
Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...
Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?
Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum. Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins v...
Hvað er EP-plata?
Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing). Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar ...
Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...
Er hægt að matreiða og borða kaktus?
Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...
Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum? Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar ...
Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?
Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...
Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?
Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...
Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?
Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...
Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?
Árið 1517 hófst tímabil harðvítugra þjóðfélagsátaka í Evrópu með uppreisn mótmælenda gegn valdi kaþólsku kirkjunnar. Næstu 100-200 ár eða svo voru mikill ólgu- og átakatími, þegar átök milli mótmælenda og kaþólskra bylgjuðust fram og aftur um álfuna, oft með afar flóknum hætti eins og í 30 ára stríðinu. Á þessum t...
Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...
Hvert er léttasta spendýr í heimi?
Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Hún er aðeins um 2 g að þyngd og 29-33 mm á lengd frá trýni að afturenda. Lesa má meira um þessa agnarlitlu leðurblöku í...