Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2501 svör fundust

category-iconEfnafræði

Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?

Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig fær maður fólk til að skipta um skoðun?

Til þess að fá fólk til að skipta um skoðun beita menn ýmist fortölum eða áróðri. Fortölur (e. persuasion) eru boðskipti sem hafa það að markmiði að hafa áhrif á aðra með því að breyta skoðun þeirra, gildum eða viðhorfum. Í fortölum er reynt að ná málamiðlun beggja aðila, þess sem flytur skilaboðin og þess sem þau...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig notar maður orðasamböndin annars vegar og hins vegar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig notar maður annars vegar og hins vegar? Þarf maður að nota bæði eða má nota annað, t.d. bara hins vegar? Er regla hvort fer á undan? Orðasambandið annars vegar merkir ‘öðrum megin; að öðru leyti’ en orðasambandið hins vegar merkir ‘hinum megin; að hinu leyti’. Venjan ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

category-iconHeimspeki

Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?

Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...

category-iconSálfræði

Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?

Svefntruflanir geta orsakast af mörgu. Með aldri aukast svefntruflanir og eldra fólk á oft erfiðara með að sofna en þeir sem yngri eru og það vaknar frekar upp á nóttunni. Eins getum við vaknað upp á nóttuni vegna líkamlegra kvilla, vegna verkja, ef við þurfum að pissa eða erum með andþyngsli. Þeir sem eiga ...

category-iconHeimspeki

Hvað gerir dygðina dýrmæta?

Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ríkasti maður í heimi ríkur og hver er næstríkastur?

Eins og fram kemur í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hver er ríkasti maður í heimi? er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks heims þar sem misjafnt er hvort fólk vill gefa upplýsingar um eigur sínar og einnig hversu heiðarlegt það er í upplýsingagjöfinni. Ýmsir reyna ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað blikkum við augunum oft á dag?

Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að skunda af stað á bíl?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi? Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

Fleiri niðurstöður