Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9694 svör fundust
Hvað eru ópíöt?
Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfi...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?
Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími...
Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?
Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...
Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?
Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...
Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?
Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Hvað er rót nafnorða?
Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...
Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...
Hvaðan kemur orðið busi?
Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu: Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaða...
Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hle...
Búa grænar geimverur á Mars?
Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...