Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5888 svör fundust
Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?
Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...
Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?
Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið. Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hver er skoðun Humes á Guði?
Segjast verður að David Hume (1711-1776) hafði enga skýra „skoðun á Guði“. Hann gerði að vísu greinarmun á sannri og ósannri trú en var heldur fámáll um hvað fælist í hinni fyrrnefndu. Eftir að hafa kastað sinni kalvínsku barnatrú virtist eðli Guðs og annað þess háttar einfaldlega ekki hafa verið honum sérlega hug...
Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?
Mallorca tilheyrir Baleareyjum í Miðjarðarhafi, úti fyrir austurströnd Spánar. Alls lifa um 46 tegundir hákarla í Miðjarðarhafi, þar af 13 tegundir sem verða yfir þrír metrar á lengd. Það eru afar sjaldgæft að hákarlar ráðist á fólk við strendur Mallorca, eða annars staðar í Miðjarðarhafi, þrátt fyrir þær mill...
Hvernig tímasetja palolo-ormar hrygningu?
Palolo-ormar eru tegundir burstaorma (polychete) innan ættarinnar Eunicidae. Fullorðnir palolo-ormar eru allt að 40 cm á lengd. Þeir eru með liðskiptan líkama og á hverjum lið er útlimur eða bursti eins og áberandi greinótt tálkn. Á höfði dýranna eru áberandi skynangar. Karldýrin eru yfirleitt rauðbrún að lit en k...
Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...
Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...
Fann einhver upp samlokuna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku? Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich? Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. j...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?
Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og ...
Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum. Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega...
Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?
Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska ...
Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?
Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...
Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...
Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?
Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...