Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4625 svör fundust
Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...
Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?
Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um...
Hvað er umhverfi?
Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...
Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?
Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...
Hvað er menning?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning ...
Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...
Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?
Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er a...
Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?
Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...
Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...
Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?
Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?
Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...
Hvað er stóuspeki?
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...