Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8056 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?

Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...

category-iconHugvísindi

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?

Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta erfðaþættir tengst mismunandi næmi fyrir sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19 eða því hversu alvarleg veikindi verða? Sjúkdómurinn COVID-19 orsakast af veirusýkingu og telst því umhverfissjúkdómur. Veirusýking er forsenda sjúkdómsins, en eins og í tilfelli margra smitsjú...

category-iconLæknisfræði

Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?

Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kolefnisbinding?

Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?

Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

Fleiri niðurstöður