Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3205 svör fundust
Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?
Einhverfa (e. autism) og Aspergerheilkenni (e. Asperger's syndrome) eru hvort tveggja þroskaraskanir sem teljast til einhverfurófsraskana. Slíkar raskanir lýsa sér meðal annars í truflunum á samskiptum og félagsþroska og eiga það sameiginlegt að þær eru taldar orsakast af frávikum í þroska taugakerfisins. Eink...
Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...
Hvað er manndómsvígsla?
Í mörgum samfélögum eru það talin mikil tímamót þegar unglingur er tekinn í tölu fullorðinna. Þá verður hann fullgildur meðlimur viðkomandi samfélags. Slíkt er gert á táknrænan hátt í athöfn sem meðal annars er kölluð manndómsvígsla (e. initiation rite). Manndómsvígslur eiga sér oftast stað þegar unglingurinn kems...
Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?
John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...
Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?
Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki. IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaða...
Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?
Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...
Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?
Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...
Hvað er rafdrægni?
Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?
Apollóníos frá Perga (um 262 – 190 f.Kr.) er oft talinn síðastur í röð mestu stærðfræðinga Forngrikkja, en meðal fyrirrennara hans á fyrra blómaskeiði forngrískrar stærðfræði voru Pýþagóras (um 570 – 490 f.Kr.), Evklíð (um 325 – 275 f.Kr.) og Arkímedes (287 – 212 f.Kr.). Marga fleiri mætti þó nefna og enn áttu Ptó...
Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...
Hvernig urðu orð til?
Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er...