Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 923 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana. Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?

Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconHeimspeki

Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?

Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...

category-iconVísindi almennt

Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?

Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconJarðvísindi

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?

Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...

category-iconUmhverfismál

Hvað eru sáðskipti?

Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?

Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...

category-iconHeimspeki

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?

Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...

Fleiri niðurstöður