Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?
Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...
Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?
Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig s...
Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?
Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...
Hver var Tycho Brahe?
Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...
Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?
Golfstraumurinn flytur hlýjan og selturíkan sjó norður eftir Norður-Atlantshafi, miðlar varma til loftsins og því er veðurfar í norðvestur Evrópu og á Íslandi hlýtt miðað við hnattlegu eða breiddargráðu. Þegar ísöld ríkti síðast á norðurhveli, fyrir meira en 10.000 árum, er talið að Golfstraumurinn hafi flætt í No...
Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?
Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...
Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað mundi gerast ef ljósi yrði lýst inn í herbergi sem væri gert úr speglum að innanverðu og í laginu eins og kúla, mundi ljósið endurvarpast endalaust og aldrei slokkna? Þessi spurning er nátengd spurningunni Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Í stutt...
Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?
Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...
Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...
Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?
Margir hafa væntanlega kynnst dæmigerðum réttarhöldum í Bretlandi og Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir og sjónvarsþætti. Iðulega eru dómarar og lögmenn á þessum vettvangi með hárkollur við málflutning. Hárkollurnar geta verið mismunandi. Dómarinn er oftast með síða hárkollu sem nær niður á axlir en lögmaðurinn ...
Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM. Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt staf...
Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...
Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?
Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...