Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1151 svör fundust
Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir) Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir) Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráne...
Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?
Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...
Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?
Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?
Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...
Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið ...
Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?
Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...
Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?
Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?
Almennt þekkjum við úr efnisheiminum að rúmmál efna vex með hækkandi hitastigi. Til dæmis kvikasilfrið í hitamælum. Þetta er nefnt varmaþensla. Varmaþensla vatnsmassa eykur rúmmál hans og því lækkar eðlismassinn, massi á rúmmálseiningu. Eðlismassi sjávar breytist með hitastigi, seltu og þrýstingi (dýpi) og við...
Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur?
Upprunalega spurningin var: Ef ekki mælast mótefni en þú ert búinn að fá COVID getur þú þá smitast aftur? Stutta og einfalda svarið er eftirfarandi: „mögulega en líklegast ekki, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum”. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvað átt er við með endursýkingu. Talað er ...
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...
Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...