Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 867 svör fundust
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?
Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?
Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...
Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Árið 1947 voru tveir togarar keyptir til Patreksfjarðar, Gylfi og Vörður. Þeir hafa ávallt verið kallaðir „sáputogarar“. Hvaðan kemur sú nafngift? Það er einföld skýring á því af hverju nokkur fjöldi enska togara gekk undir heitinu sáputogarar: Þeir voru notaðir til að g...
Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?
Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...
Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?
Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...
Virkar sólarorka í öllum veðrum?
Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...
Hvaða tilgang hafa moskítóflugur?
Vísindavefurinn hefur stundum verið spurður um tilgang lífvera sem út frá þröngu sjónarhorni mannsins geta virst gangslausar, geta valdið óþægindum eða eru jafnvel skaðlegar fólki. Algengt er að spurningarnar snerti skordýr, til að mynda hefur verið spurt af hverju köngulær eru til, hvaða gagn sé að mýflugum, hvor...
Hvað hét fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði?
Talið er að „The Yellow Kid” eftir Richard Felton Outcault sé fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði. Hún birtist fyrst þann 16. febrúar 1896, í Hearst New York American. Í mars 1897 var þessum teiknimyndum safnað saman í Hearst's Sunday Journal og seldar á 5 sent stykkið. Fyrsta teiknimyndabókin s...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?
Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...
Hvað eru slímsveppir?
Slímsveppir (e. slime molds) eru frumdýr (protozoa) af fylkingunni Myxomycota. Þeir minna um margt á amöbur sem er annar hópur frumdýra en einnig svipar þeim til sveppa enda draga þeir nafn sitt af þeim. Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru a...