Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 824 svör fundust
Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?
Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...
Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...
Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...
Hvað er flekkað mannorð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: "Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hvers vegna reiðist fólk?
Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu l...
Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...
Hver var Herbert Spencer?
Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...
Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...
Um hvað snerist Kúbudeilan?
Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...
Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...
Hvernig litu landnámsmenn út?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...
Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?
Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...