Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5319 svör fundust
Er maltöl áfengt og ef svo er, hver er styrkur alkóhóls í því?
Malt er áfengt. Alkóhólstyrkurinn er um 1% af rúmmáli, eða tæpur helmingur þess magns sem er í Pilsner (2,25% af rúmmáli). Drykkjarvörur sem selja má í almennum verslunum mega að hámarki hafa 2,25% áfengis af rúmmáli. Ástæða þess að alkóhólmagnið er ekki tekið fram á umbúðunum er tvíþætt. Annars vegar er það ek...
Getið þið bent mér á heimildir um sólina þar sem ég er að gera verkefni um hana?
Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um sólina, meðal annars þessi:Hvað er sólin stór? eftir Tryggva ÞorgeirssonHvað er sólin heit? eftir Tryggva ÞorgeirssonAf hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug BjörnssonHvert er flatarmál sólarinnar? eftir EÖÞHvað er sólin þung? eftir Björn Brynjúlf Bj...
Hvernig varð fyrsta efnið til úr engu? (fyrst það var ekkert í byrjun)
Þessi spurning er auðvitað ekki auðveld viðureignar. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að "ekkert" hafi verið í byrjun þó að við vitum kannski ekkert um það. Í öðru lagi getur efni orðið til úr "engu", það er að segja að efni getur orðið til þar sem ekkert efni var fyrir. En til þess þarf hins vegar orku og þannig ...
Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?
Sögnin að bursta er fengin að láni úr dönsku børste og merkir 'hreinsa með bursta'. Nafnorðið bursti (áhaldið) var sömuleiðis fengið að láni úr dönsku børste þegar á 17. öld. Á 20. öld var tekin að láni, einnig úr dönsku, sagnmerkingin 'sigra með yfirburðum'. Upphaflega merkingin hefur þarna víkkað og má vel hugsa...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...
Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?
Skammstöfunin S.P.Q.R. stendur fyrir Senatus populusque Romanus og þýðir Öldungaráðið og Rómarlýður. Í skammstöfuninni stendur stafurinn Q fyrir samtenginguna –que sem er skeytt aftan við síðara orð af tveimur sem tengja á saman. Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, þ...
Í gömlum landamerkjabréfum sem ég hef lesið er talað um sauðahús og beitarhús. Er munur á þessum húsum?
Eftir því sem best verður séð er lítill munur á þessum húsum. Beitarhúsin voru fjárhús sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. ...
Hvers konar róða er í orðinu róðukross?
Orðið róða hefur fleiri en eina merkingu. Í eldra máli var það notað sem samheiti yfir róðukross en það var einnig notað um kross almennt. Orðið merkir einnig ‘dýrlingsmynd’. Karlkynsmyndin róði merkti í eldra máli annars vegar ‘kross’ og hins vegar ‘dýrlingsmynd’. Róðukross hefur einnig fleiri en eina merking...
Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?
Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...
Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?
Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...
Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?
Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt m...
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Hvaðan kemur íslenska sauðféð?
Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...
Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Geta foreldrar sem bæði eru brúneygð átt bláeygt barn? Gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráða því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og sa...