Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1237 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

category-iconVeðurfræði

Er vindur og rok það sama?

Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að...

category-iconHeimspeki

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?

Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...

category-iconJarðvísindi

Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru guðir Egypta til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er gamelan-tónlist?

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.

Spurningin í heild er sem hér segir:Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex hárið?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér? Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði? Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum? Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáu...

category-iconLögfræði

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna hnerrar maður?

Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)Hnerri e...

category-iconLæknisfræði

Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?

Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

Fleiri niðurstöður