Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?
Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...
Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?
COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft...
Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?
MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?
Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...
Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?
Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...
Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...
Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...
Hver er svartsýnasti heimspekingur allra tíma?
Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýn...
Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?
Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...
Hvað hafa rannsóknir á lífríki Surtseyjar leitt í ljós um landnám nýrra tegunda?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru vísindalegir möguleikar Surtseyjar - hvað getur Surtsey kennt okkur? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Myndun eyjunnar hefur gefið vísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með landnám lífríkis á nýju l...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...