Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 911 svör fundust
Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?
Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...
Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...
Var lax í ám á Íslandi við landnám?
Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...
Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?
Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...
Hvað er að gerast í listheiminum í dag?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að huga að skilgreiningu á fyrirbærinu listheimur en um það er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunni Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? og í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Meginatriðið í þeir...
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?
Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi. Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári...
Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...
Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?
Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...
Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?
Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...
Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...
Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...