Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9733 svör fundust
Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...
Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...
Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?
Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...
Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja? „Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinn...
Hver er hin eina sanna list?
Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...
Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?
Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...
Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?
Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?
Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...
Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...
Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?
Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Hvert er elsta berg landsins?
Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...
Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...
Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...