Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8684 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?

Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig verða loftsteinar til?

Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?

Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100). Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?

Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

category-iconSálfræði

Hvað er blindsýn (blindsight)?

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?

Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju hitna svartir hlutir þegar sól skín á þá?

Þegar hlutir hitna senda þeir frá sér varmageislun. Hæfni hluta til að senda varmageislun frá sér er sú sama og hæfni þeirra til að gleypa slíka geislun í sig. Yfirleitt gleypa svartir hlutir betur í sig varmageislun, til dæmis frá sólu, en ljósir hlutir. Ástæðan fyrir því er sú að ljósir hlutir endurkasta yfirlei...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa hettumávsungar?

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef eitthvað væri sent inn í svarthol, væri hægt að koma því til baka til jarðarinnar?

Við höfum áður fjallað nokkuð um svarthol á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið? segir meðal annars þetta um hugsanleg ferðalög í gegnum ormagöng, en svo nefnast svarthol sem gætu fræðilega séð tengt saman tvo staði í sama alheimi eða tvo ólíka al...

Fleiri niðurstöður