Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2324 svör fundust
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...
Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?
Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...
Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þ...
Af hverju er orðið "ort" komið?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út? Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin v...
Hver er stærsta þekkta frumtalan?
Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...
Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt að það sé vatn sem gerir að verkum, að hraun spýtist með sprengingum úr gígnum í Geldingadölum! Er þetta „eldgamalt vatn“, eða eru þetta efnahvörf vetnis og súrefnis á leiðinni að yfirborði? Góð spurning, en vatn myndast aldrei í bráð með þessum hætti, efna...
Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...
Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?
Segulsvörunarstuðull (e. magnetic permeability) efnis, táknaður m, er rafsegulfræðilegur eiginleiki sem segir til um hvernig efnið breytir segulflæðiþéttleika ytra segulsviðs. Einnig má skilgreina segulsvörunarstuðul sem hlutfallið milli segulflæðiþéttleika efnisins, B, og ytra segulsviðs, H, það er m = B / H. Fyr...
Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?
Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver h...
Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?
Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...
Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?
Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...
Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...