Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1015 svör fundust
Af hverju er sagt núll gráður en ekki núll gráða?
Þegar nafnorð stendur með tölunni núll, sem helst er í dæmum eins og (hiti) núll gráður, er nafnorðið alltaf haft í fleirtölu – við segjum ekki (hiti) *núll gráða. Þetta kann að virðast sérkennilegt og jafnvel órökrétt og ástæðan liggur ekki alveg í augum uppi, en gefur tilefni til vangaveltna um stöðu og hlutverk...
Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Hvað er áburðarsprengja?
Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...
Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er það borið fram veils þegar augljóst er að framburður ætti að vera vales?
Upprunaleg spurning Ragnars hljómaði svona: Sæl verið þið. Ég hef velt einu fyrir mér í lengri tíma en ég þori að hugsa um en er reyndar líka hissa á því að ekki skuli vera meira fjallað um þetta. Slíkt tel ég mikilvægi þess vera. En spurningin er: Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er þa...
Eru fílar hræddir við mýs?
Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...
Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?
Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði. Úr margs konar mælingum á þessum seguleigin...
Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?
Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...
Er geymslurými heilans óendanlegt?
Geymslurými heilans er endanlegt í bókstaflegum skilningi en hann virðist hins vegar margfalt stærri en það sem hann gæti nokkurn tímann þurft að muna. Stærð heilans ein og sér sýnist því ekki takmarka til dæmis minnisgetu hans. Upphafleg spurning var sem hér segir: Er það satt að geymslurými heilans sé óe...
Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?
Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...
Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður?
Um þetta hefur fræðimenn greint á bæði fyrr og síðar. Loftslag fór kólnandi á næstu öldum eftir að norrænir menn settust að á Grænlandi. Landkostir og náttúrufar eru þar öðruvísi en menn höfðu átt að venjast og landið harðbýlla mönnum sem höfðu vanist evrópskum lífsháttum. Einangrun frá Evrópu hefur einnig gert mö...
Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?
Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...