Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1668 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig verkar hjartalínurit?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn?

Hér verður einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hver er munurinn á þurrís og venjulegum ís? Er þurrís virkilega svo kaldur að mann getur kalið ef maður snertir hann? Af hverju breytist þurrís ekki í vökva við bráðnun? Hvernig býr maður til þurrís? Hvar er þurrís notaður? Margir hafa eflaust séð þegar þurrís ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconHeimspeki

Er bannað að ljúga á Alþingi?

Til þess að geta svarað þessari spurningu þarf fyrst að skoða hvað það þýðir að eitthvað sé „bannað“. Lög geta innihaldið bannreglur, það er reglur sem banna einhverja háttsemi, jafnvel að viðlagðri refsingu. Slíkar reglur geta því leitt til þess að ákveðin háttsemi telst bönnuð. En lög eru ekki það eina sem ba...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur Hulk hoppað út í geim?

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...

category-iconEfnafræði

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?

Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...

category-iconNæringarfræði

Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?

Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...

category-iconHugvísindi

Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?

Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...

category-iconFélagsvísindi almennt

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?

Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er bogaljós?

Bogaljósin (e. arc-light, arch-light) svokölluðu áttu sinn blómatíma á 19. öld áður en glóðarperan leysti þau af hólmi skömmu fyrir aldamótin 1900. Nú á dögum sjáum við bogaljós helst í ljósboganum sem myndast við rafsuðu málmhluta. Bogaljós er myndað þegar rafstraumur fer í gegnum tvö kolarafskaut sem snertast...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?

Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskil...

category-iconTölvunarfræði

Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda var ákveðið að taka hana til meðferðar. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísind...

Fleiri niðurstöður