Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9645 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?

Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?

Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?

Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður höfuðverk?

Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...

category-iconLögfræði

Á sá fund sem finnur?

"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sjónskekkja og hvað veldur henni? Hvernig sjá þeir sem eru með sjónskekkju?

Sjónskekkja er ein af þremur megintegundum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónlagsgalli er ástand þar sem viðkomandi þarf á hjálpartæki að halda, svo sem gleraugum eða snertilinsum, til að sjá skýrt. Nærsýni og fjarsýni orsakast oftast af lögun augans, hvort það er of stutt sem leiðir af sér fjarsýni ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er mikið C-vítamín í papriku?

Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?

Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930. Blá heiter hvar væt...

category-iconFornfræði

Hver var Kallíkles og hvers vegna taldi Sókrates hann geðveikan?

Kallíkles er persóna í samræðunni Gorgías eftir Platon. Ekki er vitað með vissu hvort Kallíkles þessi var söguleg persóna eða ekki enda engar heimildir um hann aðrar en Gorgías. Flestir fræðimenn hallast þó að því að Kallíkles hafi verið til en sé ekki einber tilbúningur Platons. Sumir hafa þó reynt að færa rök fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir haförninn á Íslandi?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er sannsaga?

Hugtakið sannsaga er þýðing og staðfærsla á enska hugtakinu creative nonfiction. Það virðist fyrst hafa komið fram á fyrri hluta 20. aldar þegar það var haft um einn efnisflokkinn í kanadískum bókmenntaverðlaunum. Hugtakið fór þó ekki á flot í nútímaskilningi fyrr en undir lok síðustu aldar og er nú orðið vel þekk...

Fleiri niðurstöður