Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1154 svör fundust
Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?
Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...
Hvað eru fornaldarsögur?
Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...
Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...
Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?
DNA og RNA eru kjarnsýrur sem báðar eru afar mikilvægar fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða. Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa. Í DNA eru ferns k...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?
Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...
Hvers konar sjúkdóma getur erfðafræði ráðið við?
Svarið við þessari spurningu kann að vera nokkuð umdeilt. Hér verður því haldið fram að þekking á erfðafræði sjúkdóma geti komið að haldi í baráttunni gegn velflestum sjúkdómum þó að hún geti hins vegar væntanlega ekki "ráðið við" þá ein og sér. Þessi þekking er þó ekki skilvirkasta vopnið að svo stöddu gegn þeim ...
Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?
Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...
Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?
Við erum ekki alveg viss, hvort spyrjandi átti við 'fljúga' eða 'fjúka'. Síðari spurningin, með 'fjúka', er einföld. Ef það er rétt að spörfuglar fjúki ekki í fárviðrum er það auðvitað vegna þess að þeir leita sér skjóls og halda sér í það sem þeir standa eða sitja á, en fuglsfætur eru vel lagaðir til þess eins og...
Hvernig búum við til ný orð?
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur. Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum...
Hver fann upp húðflúr?
Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?
Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en...