Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7111 svör fundust
Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?
Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...
Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?
Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...
Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?
Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...
Gefnir eru þrír hringir og þrír kassar. Er hægt að tengja hvern hring við hvern kassa með strikum án þess að strikin skerist?
Fullskipað 3,3-tvíhlutanet: Er hægt að teikna það án þess að leggirnir skerist?Þessi þraut er gjarnan orðuð á þennan hátt: Leggja þarf lagnir frá gasveitu, rafveitu og vatnsveitu í þrjú hús. Er hægt að gera það án þess að nokkurs staðar þurfi ein lögn að liggja yfir aðra? Þrautin er oft lögð fyrir jafnt börn se...
Hvað er eimað vatn?
Íslenska kranavatnið þykir mjög hreint og algjör óþarfi er að sjóða það áður en það er drukkið. Þetta vatn er þó sjaldan notað í tilraunir og við mælingar á rannsóknarstofum enda geta þá jafnvel minnstu óhreinindi í vatninu valdið vandræðum. Á rannsóknarstofum er þess vegna yfirleitt notað eimað vatn (e. distille...
Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?
Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...
Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...
Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...
Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?
Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...
Hvernig myndaðist Lagarfljót?
Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...
Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?
Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...
Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?
Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...
Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?
Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...