Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða ofan í föturnar. Snúningskraftur hjólsins er svo notaður til þess að knýja ýmiss konar einfaldar vélar, sem til dæmis mala korn eða hamra járn.

Vatnshjól voru nýtt í aldaraðir til þess að auðvelda ýmis verk. Þetta vatnshjól í Belgíu er frá 13. öld.

Talið er að Forngrikkir hafi verið fyrstir til að finna upp vatnshjólið, á 3.-1. öld fyrir Krist. Á næstu öldum breiddust vatnshjól út um víða veröld. Í Han-veldi Kína voru vatnshjól komin til sögunnar á 1. öld eftir Krist. Á miðöldum voru vatnshjól algeng í Evrópu og Arabar nýttu þau á yfirráðasvæðum sínum frá 7. öld og þróuðu ýmsar tækninýjungar tengdar þeim.

Sumar af fyrstu verksmiðjum iðnbyltingarinnar voru knúnar af vatnsafli, svo sem bómullarverksmiðjan Cromford Mill sem var reist árið 1771 á Englandi. Gufuvélar sem nýttu kol sem eldsneyti urðu þó mun vinsælli til að knýja vélarnar sem þróaðar voru og breiddust út á tímabilinu.

Undir lok 19. aldar var búið að finna upp rafalinn, sem umbreytir hreyfiorku í raforku, og þá var hægt að nota vatnsafl til þess að snúa rafal og framleiða þar með rafmagn. Fyrsta virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu var á sveitasetrinu Cragside í Englandi árið 1878. Þar knúði lítil vatnsvirkjun rafmagnslampa. Árið 1880 var rafall knúinn af vatnstúrbínu notaður til að lýsa upp leikhús og búðarglugga í Michigan í Bandaríkjunum með rafmagnsljósum.

Fyrsta virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu var á sveitasetrinu Cragside á Englandi árið 1878.

Á næstu árum voru fleiri vatnsaflsvirkjanir reistar, einkum í Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1886 voru samtals 45 vatnsaflsknúnar rafstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada og árið 1889 voru þær 200 í Bandaríkjunum einum. Vatnsaflsvirkjanir voru svo reistar víðs vegar um heiminn, til að mynda var sú fyrsta í opinberri eigu á suðurhveli jarðar reist árið 1895 í Ástralíu og árið 1905 var lækur virkjaður til að knýja rafstöð í Taívan. Fram eftir 20. öld og fram á þá 21. var haldið áfram að reisa stærri og öflugri vatnsaflsvirkjanir en árið 2013 var um 16% af raforku heimsins framleidd með vatnsafli eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?

Á Íslandi átti fyrsta virkjun vatns til raforkuframleiðslu sér stað árið 1904 og það markar upphaf raforkuframleiðslu á landinu. Þá var Lækurinn í Hafnarfirði virkjaður af þeim Jóhannesi Reykdal og Halldóri Guðmundssyni sem settu upp rafal sem fyrst var nýttur til að kveikja rafmagnsljós í 15 húsum og fjögur götuljós. Elliðaárnar í Reykjavík voru síðan virkjaðar og þar var gangsett rafstöð árið 1921.

Búrfellsvirkjun í Þjórsá var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, gangsett árið 1969.

Árið 1950 höfðu 530 smávirkjanir verið byggðar um allt land en Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og á seinni hluta 20. aldar voru nokkrar stórar vatnsaflsvirkjanir reistar, meðal annars við Búrfell, Hrauneyjafoss og Blöndu. Árið 2014 kom rúmlega 70% af raforkuframleiðslu á Íslandi frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.11.2016

Spyrjandi

Eiríkur Jóhannsson, Marta Guðlaug Svavarsdóttir

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn? “ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2016. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21572.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2016, 24. nóvember). Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21572

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn? “ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2016. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?
Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða ofan í föturnar. Snúningskraftur hjólsins er svo notaður til þess að knýja ýmiss konar einfaldar vélar, sem til dæmis mala korn eða hamra járn.

Vatnshjól voru nýtt í aldaraðir til þess að auðvelda ýmis verk. Þetta vatnshjól í Belgíu er frá 13. öld.

Talið er að Forngrikkir hafi verið fyrstir til að finna upp vatnshjólið, á 3.-1. öld fyrir Krist. Á næstu öldum breiddust vatnshjól út um víða veröld. Í Han-veldi Kína voru vatnshjól komin til sögunnar á 1. öld eftir Krist. Á miðöldum voru vatnshjól algeng í Evrópu og Arabar nýttu þau á yfirráðasvæðum sínum frá 7. öld og þróuðu ýmsar tækninýjungar tengdar þeim.

Sumar af fyrstu verksmiðjum iðnbyltingarinnar voru knúnar af vatnsafli, svo sem bómullarverksmiðjan Cromford Mill sem var reist árið 1771 á Englandi. Gufuvélar sem nýttu kol sem eldsneyti urðu þó mun vinsælli til að knýja vélarnar sem þróaðar voru og breiddust út á tímabilinu.

Undir lok 19. aldar var búið að finna upp rafalinn, sem umbreytir hreyfiorku í raforku, og þá var hægt að nota vatnsafl til þess að snúa rafal og framleiða þar með rafmagn. Fyrsta virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu var á sveitasetrinu Cragside í Englandi árið 1878. Þar knúði lítil vatnsvirkjun rafmagnslampa. Árið 1880 var rafall knúinn af vatnstúrbínu notaður til að lýsa upp leikhús og búðarglugga í Michigan í Bandaríkjunum með rafmagnsljósum.

Fyrsta virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu var á sveitasetrinu Cragside á Englandi árið 1878.

Á næstu árum voru fleiri vatnsaflsvirkjanir reistar, einkum í Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1886 voru samtals 45 vatnsaflsknúnar rafstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada og árið 1889 voru þær 200 í Bandaríkjunum einum. Vatnsaflsvirkjanir voru svo reistar víðs vegar um heiminn, til að mynda var sú fyrsta í opinberri eigu á suðurhveli jarðar reist árið 1895 í Ástralíu og árið 1905 var lækur virkjaður til að knýja rafstöð í Taívan. Fram eftir 20. öld og fram á þá 21. var haldið áfram að reisa stærri og öflugri vatnsaflsvirkjanir en árið 2013 var um 16% af raforku heimsins framleidd með vatnsafli eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?

Á Íslandi átti fyrsta virkjun vatns til raforkuframleiðslu sér stað árið 1904 og það markar upphaf raforkuframleiðslu á landinu. Þá var Lækurinn í Hafnarfirði virkjaður af þeim Jóhannesi Reykdal og Halldóri Guðmundssyni sem settu upp rafal sem fyrst var nýttur til að kveikja rafmagnsljós í 15 húsum og fjögur götuljós. Elliðaárnar í Reykjavík voru síðan virkjaðar og þar var gangsett rafstöð árið 1921.

Búrfellsvirkjun í Þjórsá var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, gangsett árið 1969.

Árið 1950 höfðu 530 smávirkjanir verið byggðar um allt land en Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og á seinni hluta 20. aldar voru nokkrar stórar vatnsaflsvirkjanir reistar, meðal annars við Búrfell, Hrauneyjafoss og Blöndu. Árið 2014 kom rúmlega 70% af raforkuframleiðslu á Íslandi frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

Heimildir:

Myndir:

...