Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9636 svör fundust
Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?
Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...
Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?
Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um al...
Er búið að leysa einhver af verkefnum Hilberts í stærðfræði?
David Hilbert (1862-1943) var þýskur stærðfræðingur sem meðal annars lagði mikið af mörkum til rúmfræði og fellagreiningar. Hann er frægastur fyrir ávarp sitt á alþjóðlegum fundi stærðfræðinga í París um aldamótin 1900, þar sem hann setti fram lista af 23 stærðfræðilegum verkefnum sem honum þótti mikilvægt að leys...
Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...
Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það? Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp á vindmyllum? Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin ...
Hverjar eru orsakir stams?
Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. Þegar fó...
Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...
Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?
Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...
Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?
Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...
Hvernig var 9. sinfóníu Beethovens tekið á sínum tíma og af hverju er hún svona fræg?
Í lokakafla 9. sinfóníu Beethovens er kvæði Friedrich Schillers (1759-1805), Óðurinn til gleðinnar, flutt af söngvurum. Þegar 9. sinfónían var frumflutt höfðu einsöngvarar og kór aldrei stigið á svið í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“ og sýndist sitt hverjum um uppátækið. Minnismerki um Ludwig van Beetho...