Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3332 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu? Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess. Uppruni Orðið ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?

Upprunaleg spurning Leifs var: Varðandi COVID-19-vírusinn. Ég hef unnið í ca. 4 daga í nánum samskiptum við fólk frá Asíu, t.d. Kína, Tælandi, þegar þetta fólk var að ferðast hér. Síðastliðið haust fékk ég slappleika og var lengi að ná mér, m.a. þrálátan þurran hósta, og þetta var svo slæmt að ég fór í fyrsta sk...

category-iconNæringarfræði

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?

Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?

Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jaf...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?

Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár? Fornleifafræði Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), e...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um umfjöllun á Íslandi um bækur Lord Dufferins um Íslandsferðir?

Ferðabók Dufferins lávarðar, Letters from High Latitudes, um för hans til Íslands og norður í höf árið 1856 er líklega eitt vinsælasta rit í hópi ferðasagna frá Íslandi. Bókin kom út í yfir 40 útgáfum á fimm tungumálum. Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar, Ferðabók Dufferins lávarðar, kom út árið 1944. Ferð Duff...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?

Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...

category-iconNæringarfræði

Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?

Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923). Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupman...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort hafa menn fætur eða lappir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun? Samkvæmt Íslenskri...

Fleiri niðurstöður