Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1804 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?

Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengt er lungnakrabbamein?

Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...

category-iconJarðvísindi

Hvert er elsta berg landsins?

Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið...

category-iconEfnafræði

Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.

Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?

Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?

Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?

Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu sem liggur í austur-vestur stefnu og aðskilur Indlandsskaga frá tíbetsku-hásléttunni. Fjallgarðurinn nær yfir sex þjóðríki; Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Orðið 'himalaja' kemur úr sanskrít og þýðir 'hima' snjór og 'ālaya' híbýli. Hluti Himalajaf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?

Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...

Fleiri niðurstöður