Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8096 svör fundust
Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?
Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...
Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...
Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...
Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...
Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?
Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...
Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég e...
Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...
Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?
Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...
Hvernig varð fjallið Keilir til?
Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...
Hvað gerði Mao Zedong gott fyrir þjóð sína?
Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona: Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð? Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...