Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3207 svör fundust
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?
Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægj...
Hvað er Ísland stórt að ummáli?
Þetta er ein af þeim spurningum sem varla verður svarað með tiltekinni tölu eins og spyrjandi hugsar sér líklega. Ummál hlutar eins og ljósastaurs er lengdin sem við fáum með því að bregða málbandi utan um staurinn og lesa af því. En hvert er ummál girðingarstaurs ef þversnið hans er í laginu eins og L eða jafnvel...
Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tung...
Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?
Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvu...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?
Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér v...
Hvernig verður ryk til?
Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af san...
Hvernig virka ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma ...
Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?
Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum. Glaðgasið er blan...
Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2015
Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Ísland árið 2015. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru lesendur Vísindavefsins árið 2015 alls 656.126. Notendafjöldinn óx um heil 10% frá árinu 2014, en þá voru lesendur vefsins 596.000. Elstu gögn um lesendafjölda Vísindavefsins eru frá ...
Er til annar heimur inni í svartholum?
Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Er búið að finna upp eilífðarvél? Ef ekki, hvað hafa menn þá komist næst því?
Upphafleg spurning var:Er búið að finna upp "eilífðarvél", það er vél sem er sjálfri sér nóg og gengur án ytri orkugjafa? Einhverntíma heyrði ég að svissnesk úrafyrirtæki, Jaeger-LeCoultre, hefði hannað klukku, Atmos, sem væri næst því að vera eilífðarvél því hún gengur fyrir breytingum í veðri, það er loftþrýstin...
Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...