Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2372 svör fundust
Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?
Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...
Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?
Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegund...
Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?
Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...
Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...
Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?
Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?
Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...
Hver er stærsta reikistjarnan?
Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...