Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær gýs Geysir aftur?

Þegar Geysir var upp á sitt besta um og upp úr miðri tuttugustu öld gaus hann af sjálfsdáðum jafnvel nokkrum sinnum á dag. Síðan hætti hann því og þá þurfti að örva hann sérstaklega með sápu. Slíkt er auðvitað óæskilegt til lengdar og gos lágu því niðri um allnokkurt skeið. Fyrir 5-10 árum var aftur farið að l...

category-iconHugvísindi

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á...

category-iconEfnafræði

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconLandafræði

Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hve mörgum sinnum er Grænland stærra en Ísland? Á landakortum virðist Grænland oft vera mjög stórt, jafnvel stærra en Ástalía sem þó er talin heimsálfa á meðan Grænland er eyja. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að flatarmál Grænland er „aðeins“ 2.166.086 km2 sem er um 0,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær má gelda ketti?

Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar ve...

category-iconLæknisfræði

Er ennþá hægt að veikjast af berklum?

Berklar eru smitsjúkdómur sem fólk getur enn veikst af og í raun eru berklar algengur sjúkdómur í löndum þar sem heilsugæsla er ekki góð, til dæmis í Afríku. Sýklarnir sem valda berklum komast inn í líkama okkar við öndum og berast þaðan um líkamann með blóðrásinni. Oftast valda þeir sjúkdómi í lungunum en geta ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða átt er humátt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið krummafótur komið?

Spurningarnar voru upphaflega þessar: Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk) Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (St...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað? Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu". Annað dæmið er úr tímaritinu He...

category-iconHeimspeki

Ert þú útlenskur?

Allir eru auðvitað útlenskir í einhvers augum. Þegar starfsmenn Vísindavefsins fara utan verða þeir væntanlega útlendingar í viðkomandi landi. Hér á Íslandi teljast þeir samt líklega íslenskir. Reyndar má nefna að allmargir menn af erlendu bergi brotnu hafa skrifað fyrir Vísindavefinn, þótt þeir teljist ekki fasti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað gerir botnlanginn?

Jónas Magnússon fjallar um botnlangann í svari við spurningunni Til hvers er botnlanginn? Þar kemur meðal annars fram að ekki er vitað almennilega hvert hlutverk botnlangans er í mönnum. Sjálfsagt hefur hann haft eitthvert hlutverk áður en nú virðist vera unnt að fjarlægja hann án þess að það hafi nein sýnileg áh...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?

Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...

category-iconVísindafréttir

Nýtt útlit á Vísindavefnum

Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

Fleiri niðurstöður