Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1253 svör fundust
Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?
Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...
Hvers konar úð er í úlfúð og hver er uppruni orðsins?
Nafnorðið úlfúð merkir ‘fjandskapur, óvinátta’. Það er samsett úr úlfur og úð ‘hyggja, hugarfar, hugð’, eiginlega ‘sá sem hefur hugarfar úlfs’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1081) er orðmyndin orðin til í áherslulausum viðliðum samsettra orða, það er orðið til úr hugð sem aftu...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heitir skyr skyr? Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk...
Hvers konar gor er í gormánuði?
Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...
Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?
Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...
Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?
Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium...
Hvað orsakar offitu barna?
Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...
Hvað er hríðarbylur?
Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu ver...
Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?
Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru. Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lykta...
Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum
Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...