Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8276 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?

Spurningin í heild sinni var svohljóðandi: Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta? Mismunandi hefðir eru í heiminum u...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?

Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í há...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Rúnar Unnþórsson rannsakað?

Rúnar Unnþórsson er prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar. Rannsóknir Rúnars eru á sviði hönnunar, þróunar og endurbóta á samþættum kerfum. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg en allflest falla þau í tvo flokka. Annars vegar lausnir sem...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Geir Gunnlaugsson rannsakað?

Geir Gunnlaugsson er prófessor í hnattrænni heilsu við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaráherslur hans falla undir fræðasvið barnalækninga, lýðheilsu og hnattrænnar heilsu. Viðfangsefni rannsókna hans eru meðal annars brjóstagjöf, barnadauði, ofbeldi gegn börnum, mislingar, kólera, ebóla og he...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?

Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?

Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...

category-iconNæringarfræði

Er það rétt að skyr sem selt er í verslunum í dag sé bara jógúrt?

Spurning Vilbergs hljóðaði svona: Ég og vinirnir höfum verið að ræða hvort skyr.is eigi að flokkast sem skyr eða jógúrt. Getið þið útskýrt það fyrir okkur með borðleggjandi hætti? Það sem helst skilur skyr frá jógúrt er vinnsluaðferðin, en hún á þátt í að skyr flokkast til ferskosta meðan jógúrt telst til hefðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?

Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?

Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...

category-iconLífvísindi: almennt

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?

Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?

Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...

Fleiri niðurstöður