Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er genasamsæta?
Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings. Af 46 litningum m...
Hvað verða nashyrningar gamlir?
Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars...
Hvað var vitinn í Faros hár?
Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr. Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var...
Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?
Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...
Hver fann upp fyrsta vélmennið?
Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...
Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra. En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eg...
Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?
Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...
Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?
Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins o...
Hver fann upp klósettpappírinn?
Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei al...
Hvernig gefa froskar frá sér eitur?
Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...
Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?
Spurningin hljóðar í heild sinni:Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland? Ég hef heyrt að hann hafi elt uppi litla báta og ráðist á þá. Stökkullinn (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphin) er ein algengasta tegundin af ætt höfrunga (Delphinidae) hér við land. Náttúruleg heimkynni hans eru í hitabe...
Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?
Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...
Er þorskurinn hrææta?
Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur. Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð...
Hvað eru endurhverf viðskipti?
Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar. Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...
Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?
Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...