Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...
Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?
Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi?
Þetta svar er birt 10. janúar 2001. Kvöldið áður var glæsilegur og langvinnur almyrkvi á tungli og viðraði vel á Reykjavíkursvæðinu til að fylgjast með honum. Tunglmyrkvar verða á fullu tungli og sjást frá allri þeirri hlið jarðar sem þá snýr að tungli og frá sól, með öðrum orðum frá næturhliðinni. Vegna þess að j...
Hver er NEP-stefnan?
NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...
Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?
Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður. Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír ...
Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...
Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?
Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar. Svipaða tilhneigingu er hægt að merkj...
Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?
Með framlegð af tiltekinni sölu er átt við muninn á tekjum vegna sölunnar annars vegar og breytilegum kostnaði vegna hennar hins vegar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tala um framlegð við sölu á þjónustu, alveg eins og við sölu á vörum. Þannig gæti fyrirtæki til dæmis selt vinnu starfsmanns til viðskiptav...
Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan. Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því ...
Hvað er langt til Mars?
Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...
Hver er höfuðborg Hollands?
Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir að höfuðborg sé borg eða bær sem er opinbert stjórnsetur ríkis eða þjóðar. Samkvæmt þessu ætti Haag að vera höfuðborg Hollands þar sem aðsetur stjórnvalda er þar. En sú er ekki raunin heldur er það Amsterdam sem er höfuðborgin. Í Britannica Online er sú skýring gefin að samk...
Hvað geta kanínur orðið gamlar?
Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...
Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?
Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...
Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?
Árfætlur (copepoda) eru algeng krabbadýr sem lifa víða. Þær finnast jafnt í sjó sem ferskvatni, í stöðuvötnum, straumvatni og jafnvel í rökum jarðvegi og mosa. Í vistkerfi sjávar gegna þær mikilvægu hlutverki, meðal annars eru þær fæða fiskilirfa. Algengasta tegund árfætlu í hafinu umhverfis Ísland er rauðátan...
Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?
Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...