Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?

Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp bréfaklemmuna? Og af hvaða tilefni?

Í þessu svari kemur meðal annars fram:Uppfinning bréfaklemmunnar er vanalega eignuð Norðmanninum Johan Vaaler sem fyrstur manna fékk einkaleyfi á bréfaklemmu árið 1899.Ekki verður annað séð af teikningu sem fylgir með því svari, að tilefni uppfinningarinnar hafi einmitt verið þörfin að festa saman pappír. Freka...

category-iconÞjóðfræði

Eru draugar til?

Í fróðlegu svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda? segir meðal annars: Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við be...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir jöklar á Íslandi?

Eftirtaldir jöklar koma strax upp í hugann: Snæfellsjökull, Drangajökull, Eiríksjökull, Langjökull, Hofsjökull, Tungnafellsjökull, Vatnajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Þetta eru 9 jöklar samtals. Nokkur smærri svæði sem eru alltaf snævi þakin eru stundum talin til jökla, til dæmis á Tröllaskaga mi...

category-iconLandafræði

Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?

Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is. Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða arnartegund er stærst?

Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...

category-iconJarðvísindi

Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?

í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars se...

category-iconHugvísindi

Hvað var oftast borðað á víkingatímanum?

Norrænir menn á tímum víkinga borðuðu mikið lamba- og nautakjöt, einnig hrossakjöt, og voru þá langflestir hlutar dýrsins nýttir eins og menn þekkja sem borðað hafa þorramat. Þeir neyttu einnig fisks, kornvara, mjólkurvara og eggja villifugla. Lítið var um grænmeti en sums staðar borðuðu menn ber og epli þar se...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?

Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609. Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa. Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?

Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður. Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenk...

category-iconJarðvísindi

Af hverju sígur sjórinn ekki ofan í jörðina?

Hér er því miður ekki fullljóst hvað vakir fyrir spyrjanda. Kannski hefur hann horft á poll á malarvegi sem þornar síðan upp bæði af því að vatnið sígur niður í mölina og eins vegna uppgufunar. En ef pollurinn liggur á vatnsþéttu lagi sígur vatnið ekki niður og pollurinn breytist eingöngu vegna uppgufunar og rigni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?

Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er gjaldmiðillinn í Prag?

Gjaldmiðill Tékkklands (og þar með höfuðborgarinnar Prag) heitir koruna, eða tékkneska krónan (CZK eða Kč). Ein tékknesk króna skiptist svo í hundrað hali eða hellera (h). Tékknesku seðlarnir skiptast í 5000, 2000, 1000, 500, 200, 100, 50 og 20 CZK en myntin skiptist í 50, 20, 10, 5, 2, og 1 CZK og 50 h....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er tunglið alltaf lýsandi á degi og nóttu?

Tunglið endurvarpar sólarljósinu frá sólinni, líkt og allir aðrir hnettir í sólkerfinu nema sólin sjálf sem býr til ljósið. Þess vegna sjáum við tunglið oft bjart og fagurt á næturnar en rétt greinum það stundum á bláum himni að degi til. Tunglið þarf þó að snúa björtu hliðinni að einhverju leyti að okkur til að v...

Fleiri niðurstöður