Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 249 svör fundust
Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...
Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?
Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...
Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?
SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...
Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...
Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?
Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...
Af hverju eru börn matvönd en hætta því svo oftast þegar þau verða eldri?
Áhyggjur af matvendni barna eru eðlilegar og ekki aðeins byggðar á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra. Mikil streita getur fylgt því að eiga barn með matvendni og s...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?
Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...
Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...
Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?
Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...