Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2598 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?

Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?

Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...

category-iconSálfræði

Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna þarf manneskja að vera á fastandi maga þegar hún fer í svæfingu vegna aðgerðar?

Ástæða þess að fólk má ekki borða fyrir svæfingu er sú að við innleiðslu svæfingar slaknar á öllum vöðvum, þar með talið vöðvum sem stjórna kyngingu og annarri starfsemi í koki. Sjúklingur getur kastað upp eftir innleiðslu svæfingar og ef maginn er fullur getur innihaldið gubbast upp í kok og farið þaðan niður...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?

Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil? Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polych...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?

Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....

category-iconEfnafræði

Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?

Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóð...

category-iconFélagsvísindi

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Athugasemd Ritstjórnar: Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld. Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renn...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?

Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...

category-iconLæknisfræði

Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?

Öll spurningin hljómaði svona: Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?

Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur maður flogið?

Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið? Flugvélar haldast á loft...

Fleiri niðurstöður