Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 179 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?
Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfin...
Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hví freyðir mikið í gosi í glösum sem eru sápuþvegin? Sápuþvottur á glösum hefur yfirleitt ekki þau áhrif að gosdrykkir freyði meira í glösunum. Sápan hreinsar óhreinindi af yfirborði glasanna og það hefur í raun þau áhrif að færri tækifæri eru fyrir svonefndar koltvío...
Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hver fann upp á lyftum?
Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...
Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?
Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?
Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...
Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?
Einnig var spurt: Af hverju freyða gosdrykkir meira í bollum en glerglösum? Það sem við köllum kolsýru er einfaldlega lofttegundin koltvíoxíð (einnig nefnd koltvíildi) sem hefur bundist vatni samkvæmt eftirfarandi efnahvarfi: CO2 + H2O ⇌ H2CO3 Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er k...
Hafa erfðaþættir áhrif á sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta erfðaþættir tengst mismunandi næmi fyrir sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19 eða því hversu alvarleg veikindi verða? Sjúkdómurinn COVID-19 orsakast af veirusýkingu og telst því umhverfissjúkdómur. Veirusýking er forsenda sjúkdómsins, en eins og í tilfelli margra smitsjú...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?
Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...
Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegund...
Hvernig og hvenær varð veirufræði til?
Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...
Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin snýst um samanburð verðtryggðs láns og óverðtryggðs: Tveir aðilar taka lán með sömu vöxtum, annar verðtryggt og hinn óverðtryggt. Þeir ákveða að fylgjast að í greiðslum þ.a. þótt að sá sem er með verðtryggða lánið sé e.t.v. með lægri afborgun einhvern mánuðinn, þá grei...