Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2242 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...

category-iconJarðvísindi

Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið bolla?

Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?

Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...

category-iconEfnafræði

Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð alheimurinn til?

Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas Morgan og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Thomas Hunt Morgan fæddist 25. september 1866, í Lexington, Kentucky, í Bandaríkjunum en lést 4. desember 1945. Bakgrunnur Morgans var í þroskunarfræði en hans merkilegustu uppgötvanir voru á sviði erfðafræði. Hann lauk doktorsprófi (1899) frá John Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann rannsakaði þroskun s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?

Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...

category-iconSálfræði

Hvað eru falskar minningar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim? Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

Fleiri niðurstöður